Metsöfnun á UNICEF-degi

Miðvikudaginn 24. maí síðastliðinn tóku nemendur Hrafnagilsskóla þátt í UNICEF-hreyfingunni í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Með því gefst nemendum skólans kostur á að safna fé í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Nemendur safna áheitum og fá ákveðna upphæð fyrir límmiða sem þeir vinna sér inn með því að taka þátt í ýmsum þrautum [Meira…]

2017-06-12T10:57:01+00:0012.júní 2017|

Skólaslit Hrafnagilsskóla

Skólaslit Hrafnagilsskóla fóru fram í íþróttahúsinu fimmtudaginn 1. júní kl. 20:00. Við tekur sumarfrí hjá nemendum  1. – 9. bekkja en nemendur 10. bekkjar fljúga á vit nýrra ævintýra.
Til hamingju útskriftarnemendur Hrafnagilsskóla vorið 2017.
Skólasetning verður þriðjudaginn 22. ágúst klukkan 13:00 í íþróttahúsinu.
[Meira…]
2017-06-02T14:52:06+00:002.júní 2017|

Minning

Minning
Á fallegum vordegi í upphafi nýrrar skólaviku var einum af sonum Hrafnagilsskóla kippt frá okkur. Í dag kveðjum við einstakan dreng, Óliver Einarsson, með sorg og söknuð í hjarta.
Óliver var kraftmikill, kappsamur og duglegur strákur. Hann lífgaði oft og tíðum upp á skólastarfið með ýmsum uppátækjum. [Meira…]

2017-09-29T14:47:21+00:0031.maí 2017|

Skólaslit Hrafnagilsskóla

Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu fimmtudaginn 1. júní kl. 20:00. Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. Einnig eru þeir sem eiga eftir og ætla að skila UNICEF-áheitum hvattir til að skila þeim til ritara. Óskilamunir verða til sýnis og eru allir hvattir [Meira…]

2017-05-30T15:09:19+00:0030.maí 2017|

UNICEF-hreyfingin

Miðvikudaginn 24. maí ætlar Hrafnagilsskóli að taka þátt í UNICEF- hreyfingunni í samstarfi við UNICEF á Íslandi líkt og undanfarin ár. Þá gefst nemendum skólans kostur á að safna fé í þágu barna í fátækari ríkjum heims.
Þennan dag fá allir nemendur heimskort og á það geta þeir safnað 12 límmiðum. Til þess að fá einn [Meira…]

2017-09-29T14:47:21+00:0022.maí 2017|
Go to Top