Skólatöskudagur

Fimmtudaginn 30. september verður skólatöskudagur í 5. – 10. bekk. Debbie iðjuþjálfi ásamt nemum í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri fara yfir stillingar á skólatöskum með nemendum, vigta töskur og leiðbeina með röðun í þær þannig að þær fari sem best á þeim.

2010-09-29T10:08:48+00:0029.september 2010|

Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla verður haldinn miðvikudagskvöldið 29. september og hefst kl. 20.30 í Hrafnagilsskóla. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu fulltrúar frá Jafnréttisstofu fjalla um staðalmyndir/kynjaímyndir:

“Staðalmyndir/kynjaímyndir vísa til ríkjandi hugmynda í samfélaginu um hvað það þýðir að vera karl eða kona, hvernig karlar og konur eiga að hegða sér, hvernig kynin eiga að líta [Meira…]

2010-09-28T11:13:55+00:0028.september 2010|

Námsefniskynning í 1. bekk

IMG_7755Umsjónarkennarar 1. bekkjar, þær Jóhanna Dögg og Laufey hafa boðað foreldra á námsefniskynningu þriðjudagskvöldið 28. september kl. 20:30. Gert er ráð fyrir klukkutíma löngum fundi og eru foreldrar hvattir til að mæta. [Meira…]

2017-09-29T14:49:12+00:0027.september 2010|

Skilaboð frá Tryggva

Nú er íþróttakennslu utandyra lokið í bili og við færum okkur inn í íþróttahús.

Nemendur í 4. – 10. bekk mega nota skó í íþróttum. Vil einnig minna á að nemendur í öllum bekkjum séu með handklæði.

2010-09-24T09:26:58+00:0024.september 2010|
Go to Top