Leiksýning í 2. og 3. bekk
Í gær komu þær Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds og sýndu nemendum í 2. og 3. bekk leikbrúðusýningu um ofbeldi gagnvart börnum. [Meira…]
7. bekkur í skólabúðum í Reykjaskóla
Í morgun lögðu 7. bekkingar af stað í skólabúðirnar ásamt umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa. Þeirra bíða mörg skemmtileg viðfangsefni í vikunni [Meira…]
Foreldraviðtöl
Samtöl kennara, foreldra og barna hefjast í dag. Þau fara fram í þessari viku og vikuna 18. – 22. október. Allir foreldrar eiga að hafa fengið tímasetningu samtalsins senda heim en ef einhvers staðar hefur orðið misbrestur á því eða viðtalstími hentar alls ekki, eru viðkomandi beðnir að hafa samband við umsjónarkennara.
Starfsdagur 1. október
Föstudaginn 1. október er starfsdagur allra skólastiga á Norðurlandi. Kennarar sækja ráðstefnu og endurmenntun á Akureyri sem ber yfirskriftina Samræða skólastiganna. Vegna þessa fellur skólastarf niður þennan dag.