Samræmd próf
Í vikunni 20. – 24. september eru samræmd próf. Þau eru sem hér segir:
- 20. september íslenska í 10. bekk
- 21. september enska í 10. bekk
- 22. september stærðfræði í 10. bekk
- 23. september íslenska í 4. og 7. bekk
Í vikunni 20. – 24. september eru samræmd próf. Þau eru sem hér segir:
Nemendur á yngsta stigi settu niður kartöflur í vor og hafa verið að taka upp á undanförnum dögum. Verkefnið er notað m.a. í stærðfræðikennslu þar sem fjöldi undan hverju grasi er talinn, meðaltal reiknað, stærstu og minnstu kartöflurnar vegnar og þar fram eftir götunum. Börnin gáfu síðan alla uppskeruna til mötuneytis Hrafnagilsskóla og má hér [Meira…]
Hrafnagilsskóli sótti á síðasta vetri um að gerast skóli á grænni grein. Markmið skóla á grænni grein er að virkja ungt fólk til sjálfbærrar þróunar í nánasta umhverfi.
Gerð var framkvæmdaáætlun um fyrsta verkefni skólans sem er flokkun og förgun úrgangs á umhverfisvænan máta. Hefur það gengið mjög vel og taka allir þátt, [Meira…]
Á fimmtudaginn var fóru nemendur í gönguferðir sem tókust sérlega vel, enda lék veðrið við okkur. Yngsta stigið gekk upp með Reykánni þar sem þau skoðuðu fallega fossa og léku sér í berjalautum. Eldri bekkir gátu valið um að ganga rúmlega 15 km hring eftir bökkum Eyjafjarðarár eða fara í fjallgöngu upp á Stóra krumma. [Meira…]
Vegna hagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að flýta útivistardeginum sem vera átti 7. september til fimmtudagsins 2. september.
Nemendur á yngsta stigi ganga upp með Reykánni og nemendur 6.-10. bekkjar eiga kost á því að ganga á Krumma eða fara hring á austurbakkanum, meðfram hitaveiturörinu til norðurs að Eyjafjarðará á móts við Ytra-Gil og heim aftur [Meira…]