Dagur barnabókarinnar

Dagur barnabókarinnar er haldinn 2. apríl ár hvert en sökum þess að hann ber nú upp á laugardag munum við halda upp á hann á fimmtudaginn 31. mars næst komandi.

Nú leggjast margir á eitt, þeir sem koma að barnabókum og barnamenningu, og fara í samstarf við íslenskan rithöfund og ríkisútvarpið um hlustun á frumsamið íslenskt [Meira…]

2017-09-29T14:49:04+00:0029.mars 2011|

Skemmtileg árshátíð miðstigs

Fimmtudaginn 24. mars var árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla haldin í Laugarborg. Þemað var Afríka og fléttaðist inn í söguþráðinn íslenskir víkingar sem áttu leið um álfuna. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og eins og sjá má af myndunum frá árshátíðinni þá var gleðin við völd og allir tóku þátt. Hér má sjá myndirnar.

2011-03-25T15:28:16+00:0025.mars 2011|

Arna Ýr fékk viðurkenningu

Hinn 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, forseta. Afmælisnefndin í samvinnu við Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir ritgerðasamkeppni fyrir 8. bekkinga í grunnskólum landsins. Alls bárust 170 ritgerðir til dómnefndar og 12 þeirra fengu viðurkenningu þar á meðal ritgerð Örnu Ýrar Karelsdóttur. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu [Meira…]

2011-03-20T22:43:50+00:0020.mars 2011|

Danskennsla – danssýning

Næstkomandi mánudag, 14. mars eru síðustu danstímar vetrarins hjá 1. – 5. bekk. Við endum á danssýningu kl. 13:20 – 14:00 í íþróttahúsinu. Foreldrar eru boðnir velkomnir á sýninguna.

2011-03-07T16:06:51+00:007.mars 2011|
Go to Top