Vettvangsferð í frystihús Samherja á Dalvík
Nemendur á unglingastigi í Hrafnagilsskóla heimsóttu frystihús Samherja á Dalvík til að fræðast um hátækni og sjálfbærni í sjávarútvegi. Þeir sýndu mikinn áhuga og fengu hrós fyrir framkomu. Skólinn þakkar Samherja fyrir góðar móttökur og fræðandi kynningu.