Þorgrímur heimsótti 10. bekkinga
Þorgrímur Þráinsson heimsótti 10. bekkinga í morgun og hélt fyrirlestur sem ber heitið Að elta drauminn. Erindið er hluti af stærra verkefni á vegum Pokasjóðs sem er ætlað að styrkja sjálfsvitund unglinga áður en þeir fara í framhaldsskóla.