Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Jólakveðja

20.desember 2023|

Við óskum öllum nær og fjær góðra og gleðilegra jóla með þakklæti fyrir samstarfið á árinu. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 4. janúar 2024. Jólakveðja frá starfsfólki Hrafnagilsskóla.  

Jólaævintýraferð nemenda í 1. og 2. bekk

7.desember 2023|

Fimmtudaginn 7. desember var nemendum í 1. og 2. bekk Hrafnagilsskóla boðið í ævintýraferð í Akureyrarkirkju. Börnin fóru víða um kirkjubygginguna, niður í kapellu, inn í kirkjusalinn og upp að orgelinu. Í gegnum ævintýragönguna kynntust börnin jólasögunni frá Betlehem. Starfsfólk kirkjunnar tók á sig hin ýmsu [Meira...]

Forvarnardagurinn

6.desember 2023|

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk. Átakið er haldið í samvinnu við ýmsa aðila sem koma að með einum eða öðrum hætti eins og Embætti Landlæknis og samtökin Heimili og skóli. [Meira...]

Danssýning

22.nóvember 2023|

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 5.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara og gaman væri að sjá nemendur í ,,betri fötunum” þennan [Meira...]

Álfar, huldufólk og alls konar kynjaskepnur

21.nóvember 2023|

Í Hrafnagilsskóla er áralöng hefð fyrir því að halda hátíð á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Í ár var engin breyting þar á og buðu nemendur fjölskyldum og íbúum sveitarinnar á hátíð í tali og tónum. Þemað í ár tengdist þjóðtrú Íslendinga og nemendur höfðu [Meira...]

Dagur íslenskrar tungu í Hrafnagilsskóla

8.nóvember 2023|

Fimmtudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins sem að þessu sinni er álfar, huldufólk og íslenskar kynjaskepnur. Nemendur 7. [Meira...]

Go to Top