• Published On: 16.nóvember 2022

    Á þemadögum unnu nemendur skólans að ýmsum verkefnum þar sem þemað var tíminn. Afrakstur þeirrar vinnu var svo sýndur á Degi íslenskrar tungu. Nemendur bjuggu til heimildamyndband þar sem tímaásinn var 1972-2022. Einnig gerðu nemendur skólablað í anda gömlu góðu skólablaðanna. Hægt er að skoða það í vefútgáfu og í pdf formi.     Nemendur [Meira...]

Categories
    Featured posts
    Editor’s pick
    • Fyrirlestur fyrir alla foreldra félagsins verður miðvikudagskvöldið 7. janúar. Fyrirlesturinn verður haldinn á bókasafni Eyjafjarðarsveitar og hefst kl. 20:00. Fyrirlesari er Sigga Dögg kynfræðingur.

    • Föstudaginn 19. desember eru litlu jólin í Hrafnagilsskóla frá kl. 10:00-12:00. Skólabílar keyra seinna sem því nemur og koma nemendum heim eftir skemmtunina. Hjá nemendum í 1. – 7. bekk hefst hátíðin á helgileik nemenda í 4. bekk. Þar á eftir er dansað í kringum jólatré með tilheyrandi söng og sprelli. Allar líkur eru á [Meira...]

    • Hér á Norðurlandi hefur verið hvasst í dag og þá skefur fljótt í akstursleiðir. Ákveðið hefur verið að keyra alla nemendur heim klukkan 14:00 í dag miðvikudaginn 18. desember. Enginn seinni akstur verður því í dag.

    • Finnastaðir í Eyjafjarðarsveit stendur í Grundarplássi og var hjáleiga frá Grund þegar þar var stórbýli og þaðan er gengið upp á Kerlingu sem er hæsta fjall í byggð á Norðurlandi. Þann 6. september 2013, var byggt friðar-/jarðarhjól (Medicine wheel á ensku)  af friðarsinnanum Jesse-Blue Forrest sem er af ættflokki Cheerokee indíána. Hann kom til landsins [Meira...]