Við óskum öllum nær og fjær góðra og gleðilegra jóla með þakklæti fyrir samstarfið á árinu. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 4. janúar 2024. Jólakveðja frá starfsfólki Hrafnagilsskóla.
Categories
Featured posts
maí 30, 2017
maí 22, 2017
maí 10, 2017
Editor's pick
Vegna hvassviðris og mikillar hálku á hliðarvegum keyra engir skólabílar af stað núna í morgunsárið. Skóli verður fyrir alla þá sem komast og skoðað verður með heimkeyrslur.
Ljósmynd: Auðunn Níelsson Foreldrafélag Hrafnagilsskóla hlaut á dögum styrk að upphæð 200.000 kr. til að vinna að uppbyggingu og endurbótum í Aldísarlundi, útikennslusvæði Hrafnagilsskóla. Fulltrúar í stjórn foreldrafélagsins hafa fundað með stjórnendum Hrafnagilsskóla um verkefnið. Á vordögum verður boðað til fundar með áhugasömum foreldrum og starfsfólki í leikskólanum Krummakoti og [Meira...]
Eins og alltaf var mikið um dýrðir á sprengidagshátíð Hrafnagilsskóla. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá myndir frá hátíðinni
Haldin verður sprengidagsskemmtun í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 9. febrúar 2016 frá kl. 13:20-16:00. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni. Sjoppan verður opin og nemendur í 9. bekk selja þar pítsur, sælgæti, svala og gos. Dæmi um verð í sjoppunni; pítsusneið 350 kr. gos 250 kr. svali 150 kr. súkkulaðistykki á bilinu 100-200 kr. lakkrísrúllur 100 [Meira...]