Categories
Featured posts
september 21, 2017
september 12, 2017
september 7, 2017
Editor's pick
Allir nemendur Hrafnagilsskóla fá 12 danstíma á hverjum vetri. Elín Halldórsdóttir, danskennari, sér um kennsluna og nú í vikunni lauk kennslu hjá nemendum í 1.-5. bekk og elsta árgangi leikskólans Krummakots. Í lok hverrar kennslulotu er foreldrum og forráðmönnum boðið á danssýningu þar sem nemendur sýna brot af því sem þeir hafa lært. Eins og [Meira...]
Fimmtudaginn 10. mars var árshátíð miðstigs haldin í Laugarborg. Þar sýndu nemendur 5., 6. og 7. bekkjar stytta útgáfu af leikritinu ,, Konungi ljónanna“ og tókst sýningin í alla staði vel. Nemendur blómstruðu á sviðinu, sungu, dönsuðu og léku. Áður höfðu þeir útbúið leiksmynd, búninga og leikskrá og einnig sáu nemendur um tæknimálin í samvinnu [Meira...]
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-5. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjudaginn 15. mars kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elín Halldórsdóttur danskennara. Allir hjartanlega velkomnir.
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 10. mars og hefst kl. 20:00. Boðið verður upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna stytta útgáfu af leikritinu ,,Konungi ljónanna“. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans og mun Elín Halldórsdóttir stjórna [Meira...]