Dagana 10. – 15. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi 1. bekk (börn fædd 2018) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem [Meira...]
Categories
Featured posts
maí 7, 2018
apríl 27, 2018
apríl 20, 2018
Editor's pick
Kynning frá Heimili og skóla verður fimmtudaginn 20. október kl. 14:10 í stofum 6 og 7. Kynningin er opin öllum, foreldrum og starfsfólki skólans. Þar mun Sólveig Karlsdóttir kynna læsissáttmálann og starf samtakanna. Allir hjartanlega velkomnir.
Þann 28. september fékk Hans Rúnar Snorrason gæðaviðurkenningu eTwinning fyrir verkefnið e-Window sem hann stóð fyrir ásamt nemendum á unglingastigi. Auk Hrafnagilsskóla tóku fjórir skólar þátt í verkefninu og eru þeir í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Verkefnið fólst í því að kynna og kynnast einföldum hlutum í umhverfi þátttakenda. Þeir hittust á Skype og í samskiptakerfi eTwinning. eTwinning er aðgengilegt skólasamfélag á netinu þar [Meira...]
Þann 12. september fórum við í 2.bekk í skemmtilegan útikennslutíma upp í Aldísarlund. Hadda kennari fór með okkur og kenndi okkur að kveikja bál, búa til lummur og te með Vallhumli í. Við byrjuðum á því að útbúa deigið í skólastofunni. Því næst fórum við upp í Aldísarlund og fórum að tína Vallhumal og settum [Meira...]
Nemendur 3. bekkjar vinna þessa dagana að drekaverkefni í tónmennt hjá Maríu Gunnarsdóttur tónmenntakennara. Meðal annars teikna nemendur og hanna sína eigin dreka, semja drekatónlist og drekadansa. Einnig velja þeir lag og gera við það nýjan texta sem fjallar um dreka.