Categories
    Featured posts
    Editor's pick
    • Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 6.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjudaginn 22. nóvember milli kl. 13:15 og 14:00. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elín Halldórsdóttur danskennara. Allir hjartanlega velkomnir.

    • Á þemadögum bjó miðstigið til fjölmenningarlega matreiðslubók. Þar má finna uppskriftir frá hinum og þessum löndum, allt frá dönskum eplaskífum til súpu frá Litháen. Á tenglinum hér fyrir neðan er hægt að skoða þessa skemmtilegu matreiðslubók. Matreiðslubók Hrafnagilsskóla  

    • Miðvikudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur munu flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins en í þetta skiptið er það fjölmenning. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast Bólu-Hjálmars og flytja brot af kveðskap hans. [Meira...]

    •   Síðustu daga hefur hópur nemenda á unglingastigi ásamt Heiðari Ríkharðssyni kennara staðið fyrir flöskuflippkeppni. Í öllum bekkjum og meðal starfsfólks fór fram útsláttarkeppni og eftir stóðu kóngur og drottning í hverjum hópi nema í 4. bekk, þar sem enga drottningu er að finna. Föstudaginn 4. nóvember var síðan haldin úrslitakeppni meðal allra kónga og [Meira...]