Nemendur í 6. bekk fóru í sjóferð með Húna II, lærðu um sjávarútveg, renndu fyrir fiski og grilluðu aflann. Ferðin tengist ritunarverkefni um sjávardýr.
Categories
Featured posts
mars 15, 2019
mars 13, 2019
mars 5, 2019
Editor's pick
Í síðasta sveitapósti var auglýsing þar sem við auglýstum eftir garnafgöngum í smíðastofuna. Sveitungar brugðust vel við og heilmikið af garni streymdi til okkar. Þökkum við kærlega fyrir skjót og góð viðbrögð. Á meðfylgjandi myndum má sjá sýnishorn af þeim snærum sem unnin hafa verið úr garnafgöngunum. Þau eru snúin með aðstoð borvélar sem gerir [Meira...]
Í ár er í sjötta sinn haldið upp á Skákdaginn á Íslandi. Friðrik Ólafsson, fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák, er fæddur 26. janúar árið 1935. Unglingastig Hrafnagilsskóla setti upp hraðskákmót í tilefni dagsins þar sem allir nemendur stigsins tóku þátt. Gaman var að fylgjast með þeim reyndari leiðbeina þeim voru að stíga sín fyrstu skref, [Meira...]
Miðvikudaginn 24. janúar útbjuggu nemendur í matreiðsluvali ýmsa skemmtilega rétti með hollustu í huga sem hægt væri að bjóða upp á t.d. í barnaafmælum. Hér á myndunum sjáum við afrakstur tímans og hluta af nemendunum.
Miðvikudaginn 25. janúar lenti þyrla Landhelgisgæslunnar óvænt á skólalóð Hrafnagilsskóla. Nemendur og starfsfólk skólans ruku upp til handa og fóta enda vissi enginn hvert erindið væri. Í ljós kom að um æfingu var að ræða hjá Landhelgisgæslunni og sérsveit lögreglunnar. Augljóslega voru nemendur mjög spenntir og fylgdust með viðburðinum sem varð nemendum uppspretta ýmissa skapandi [Meira...]