• Published On: 3.mars 2025

    Blað var brotið í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Hyldýpis um helgina þegar lið frá Hyldýpi tók í fyrsta skiptið þátt í Stíl, sem er hönnunarkeppni Samfés, Samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi. Lið Hyldýpis skipuðu þær Anna Guðlaug Gunnbjörnsdóttir, Emelía Lind Brynjarsdóttir Lyngmo, Kristín Harpa Friðriksdóttir og Rakel Nótt Sverrisdóttir sem sýndi afrakstur vinnunnar sem módel. Einnig [Meira...]

Categories
    Editor’s pick
    • Árshátíð unglingastigsins var haldin í kvöld með pompi og prakt. Að þessu sinni var leiksýningin Gauragangur í styttri útgáfu. Eftir leiksýninguna var boðið upp á kaffi og bakkelsi og síðan var dansað fram á nótt. Þrátt fyrir óvenju mikil veikindi í unglingahópnum undanfarna daga heppnaðist sýningin ákaflega vel.  Hægt er að horfa á afraksturinn í [Meira...]

    • Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 19. janúar n.k. Hún hefst kl. 20.00 og stendur til kl. 23.30. Ekið er heim að balli loknu. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk  sýna stytta útgáfu af Gauragangi og kennarar  á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika, syngja, spila og dansa á sýningunni sjá nemendur um [Meira...]

    • Miðvikudadaginn 20. desember eru litlu jólin í Hrafnagilsskóla milli kl. 10:00-12:00.   Á litlu jólunum höfum við þann háttinn á að 1.-7. bekkingar hittast í heimastofum og fara með kennara í íþróttasalinn. Nemendur 4. bekkjar flytja helgileik og allir ganga í kringum jólatré. Hver veit nema skrítnir karlar í rauðum fötum láti sjá sig. Að því [Meira...]

    • Smákökusalan gekk vel í dag föstudaginn 8. desember. Einhverjir báðu um að fá að koma með peninga eftir helgi og er það í góðu lagi. Í næstu viku verður peningunum komið til Mæðrastyrksnefndar.