Þóra Víkingsdóttir kennir valgrein á unglingastigi þar sem nemendur læra ýmislegt í heimilisfræði, bæði tengt matarundirbúningi, matreiðslu, framreiðslu og ekki síst að njóta þess að borða saman. Í nemendahópnum eru tvær stúlkur frá Litháen og í gær eldaði hópurinn tvo vinsæla litháenska rétti. Á myndunum má sjá čeburėkai su mesa (hálfmánarnir) og Koldūnai (litlu hringirnir). [Meira...]
Categories
Featured posts
apríl 30, 2015
apríl 30, 2015
apríl 29, 2015
Editor's pick
Fulltrúar 9. bekkjar í úrslitum BEST-stærðfræðikeppninnar eru komnir í þriggja liða lokakeppnina. Keppninni lýkur síðdegis og við bíðum spennt eftir niðustöðunni. Til mikils er að vinna því að sigurliðið verður fulltrúi Íslands í norrænni stærðfræðikeppni nú í vor. En sama hvernig fer er þetta frábær árangur hjá hópnum. Á myndunum sjást nemendur 9. bekkjar og [Meira...]
Í morgun komu þau Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn í heimsókn á samverustundina hjá 1. – 7. bekk. Þau glöddu okkur með söng og gítarspili og í lokin sungu allir með þeim eitt lag.
Á morgun verður farið í fjöru með nemendur yngsta stigs. Lagt verður af stað frá skóla kl. 9 og komið til baka kl. 12. Mikilvægt er að allir séu vel klæddir svo að engum verði kalt og stígvél eru heppilegasta skótauið. Að vera í pollabuxum og stígvélum er hrein snilld. Gott er að hafa með [Meira...]
Í dag fengu nemendur í 2. bekk íslenska fánann að gjöf frá Skátahreyfingunni. Af því tilefni var tekin mynd af hópnum sem mættur var í dag og fylgir hún hér með.