Í nótt gekk yfir landið mikið hvassviðri en nú klukkan 6:30 hefur lægt og veðrið gengið niður í bili. Skólabílar keyra eftir áætlun og sækja nemendur. Um hádegi er aftur spáð hvassviðri og verðum við því að taka stöðuna varðandi heimkeyrslur. Foreldrar og forráðamenn verða látnir vita ef einhverjar breytingar verða á þeim.
Categories
Featured posts
nóvember 3, 2015
október 16, 2015
september 28, 2015
Editor’s pick
Þriðjudaginn 1. október verða hinir árlegu skólatöskudagar. Lilja Möller iðjuþjálfi fær til sín tvo 3 árs iðjuþjálfanema og munu þeir vigta töskur og vera með fræðslu.
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn mánudaginn 16. september. Markmið með deginum er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum. Í Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti verður blásið til umhverfisþings af þessu tilefni. Við erum afskaplega stolt af því að í viðurkenningarskini fáum við afhentan grænfánann í [Meira...]
Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2013-2014 verður haldinn í Hrafnagilsskóla þriðjudagskvöldið 1.október kl . 20:30. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu frambjóðendur verða kynntir í félagið og öðrum boðið að gefa kost á sér í stjórn. Guðjón H.Hauksson mun halda fyrirlestur um tölvunotkun barna og Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri mun segja frá sinni reynslu á tölvunotkun barna. [Meira...]
Á morgun miðvikudaginn 11. september er útivistardagur í Hrafnagilsskóla. Allir nemendur skólans fara í gönguferðir. Skólabílar aka nemendum yngsta stigs (1.- 4. bekkjar) að bænum Ytri-Tjörnum. Þaðan ganga þeir upp að Drangi og síðan til baka að skólanum. Nemendur á mið- og unglingastigi hafa um tvær leiðir að velja. Annars vegar verður farið í rútum [Meira...]