Nemendur á unglingastigi voru að ljúka við þriggja vikna stöðvavinnu þar sem allir fóru til Palla í sundleiki og sprell, til Ásu í teygjur og slökun og síðast en ekki síst til Óðins til að kryfja fiska og fræðast um fiskveiðar og fisktegundir í kringum Ísland. Fiskurinn í sjónum er ein helsta auðlind þjóðarinnar og [Meira...]
Categories
Featured posts
desember 1, 2015
nóvember 30, 2015
nóvember 29, 2015
Editor’s pick
Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 27. febrúar og hefst kl. 20:00. Boðið verður upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum Bugsy Malone. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans. Skemmtuninni lýkur kl. 22:30. Aðgangseyrir [Meira...]
Upplestrarkeppni Hrafnagilsskóla var haldin miðvikudaginn 12. febrúar. Þar eru valdir tveir aðalfulltrúar og tveir til vara fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem fram fer 13. mars í Þelamerkurskóla. Nemendur 7. bekkjar stóðu sig afar vel og erfitt var að velja á milli þeirra. Kolbrá Brynjarsdóttir og Sæunn Emilia Tómasdóttir voru valdar sem fulltrúar skólans en Tjörvi Jónsson [Meira...]
Föstudaginn 31. janúar var árshátíð unglingastigsins. Nemendur í 8. – 10. bekk sýndu söngleikinn Grease. Kennarar leikstýrðu en nemendur sáu um söng, dans, búninga, leikmynd, förðun og tæknivinnu auk þess að leika. Hér má sjá myndir frá söngleiknum.
Síðastliðinn föstudag var haldin söngkeppni á Akureyri. Þetta er undankeppni fyrir stóru söngkeppnina sem haldin er fyrir sunnan og ber nafnið SamFestingur. Fyrir hönd Hyldýpisins kepptu þeir Birkir Blær Óðinsson, Elmar Blær Arnarsson, Haukur Sindri Karlsson og Þorlákur Már Aðalsteinsson. Stóðu þeir sig með mikilli prýði, atriðið var eitt af fimm sem komust áfram í [Meira...]