Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 5. maí kl. 13:20. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Categories
Featured posts
desember 7, 2015
desember 6, 2015
Editor’s pick
Árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla var haldin þriðjudaginn 1. apríl. Í upphafi fluttu nemendur 4. bekkjar tónlistaratriði en í vetur hafa þeir æft á hljóðfæri í forskóla Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Flutt var lagið Love me tender sem Elvis Presley gerði frægt. Síðan tók við stytt útgáfa af leikritinu um Ronju ræningadóttur. Allir nemendur á yngsta stigi tóku [Meira...]
Hátíðin verður haldin í Laugarborg þriðjudaginn 1. apríl frá klukkan 14:00—16:00. Tónlistaratriði verður í flutningi 4. bekkjar. Nemendur flytja stytta útgáfu af leikritinu um Ronju ræningjadóttur. Að loknum skemmtiatriðum verður dansað. Aðgangseyrir er 600 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri en 1.200 kr. fyrir eldri. Frítt er fyrir börn sem ekki eru byrjuð í skóla. Veitingar [Meira...]
Vikuna 24. – 28. mars fluttu nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðarsveitar tónlist á samverustundunum. Við þökkum nemendum og kennurum þeirra fyrir skemmtilega og fjölbreytta tónleika.
Á morgun þriðjudaginn 18. mars er stefnt að skíðaferð í Hlíðarfjall. Spáð er ágætis veðri og við vonum að það standist. Það getur orðið kalt í fjallinu og nemendur verða að vera vel klæddir. Ef fresta þarf ferðinni verða upplýsingar settar um það inn á heimasíðu og í upplýsingasíma 8781603 í fyrramálið eins fljótt og [Meira...]