IMG_6863 Forstöðumaður félagsmiðstöðvar mun í samráði við nemendaráð og skólastjórnendur móta tómstundastarfið. Þessir þættir verða uppistaðan í félagsstarfinu:

  • – opið hús eftir skóla til kl.17:00 í allt að 8 skipti yfir skólaárið
  • – kvöldskemmtanir 3 – 4 skipti yfir skólaárið
  • – klúbbastarf sem stendur yfir í ca. 6 vikur á hvorri önn

Gert er ráð fyrir því að nemendur greiði 1000 kr. fyrir hvern klúbb sem þeir taka þátt í. Aðrir viðburðir félagsmiðstöðvar s.s. vídeókvöld, opin hús og flest böll eru ókeypis.

Unglingaráð sem kosið er af nemendum á unglingastigi heldur fundi nokkrum sinnum yfir árið ásamt forstöðumanni félagsmiðstöðvar. Hlutverk þess er að taka þátt í skipulagi tómstundastarfsins og koma sjónarmiðum nemenda á framfæri.

Umsjón með félagsmiðstöðinni er Ingibjörg Ólöf Isaksen.

Heimasíða félagsmiðstöðvar (Hyldýpis) er http://unglingar.krummi.is