Áður en skóla lýkur á vorin setja nemendur yngsta stigs niður kartöflur. Þegar skóli hefst að nýju á haustin er tímabært að huga að uppskerunni. Þessir duglegu strákar í 4. bekk tóku upp sinn hluta kartöflugarðsins í gær. Uppskeran var 10 kg. af kartöflum sem senn verða eldaðar í heimilisfræðitíma og þá fá þeir að gæða sér á gómsætum nýjum kartöflum.