Mötuneyti Hrafnagilsskóla

Mötuneyti Hrafnagilsskóla skólaárið 2017-2018.

Valdimar Valdimarsson, matreiðslumaður sér um rekstur mötuneytis Hrafnagilsskóla en innheimta er í höndum starfsmanna á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Mötuneytisgjöldum er skipt í fjóra jafna hluta og eru sendir út greiðsluseðlar með gjalddögum 1. sept, 1. nóv., 1. febr. og 1. apríl. Veittur er systkinaafsláttur (tvö elstu systkinin greiða fullt gjald, þriðja barn greiðir hálft gjald og ekki er greitt fyrir fleiri systkini. Gildir í grunn- og leikskóla).

Hækkun er 1,83% frá síðasta skólaári og eru verð sem hér segir:

 

  • Nemendur í 1. – 7. bekk greiða 360 kr. pr. máltíð.
  • Nemendur í 8. – 10 bekk greiða 444 kr. pr. máltíð. 
Útreikningar á mötuneyti skólaárið 2017-2018
    Verð   Verð
Bekkur Fj. daga pr. máltíð Heildarverð pr. gjaldd.
1.b 174 360 62640 15660
2.b 174 360 62640 15660
3.b 174 360 62640 15660
4.b 174 360 62640 15660
5.b 174 360 62640 15660
6.b 174 360 62640 15660
7.b 169 360 60840 15210
8.b 174 444 77256 19314
9.b 174 444 77256 19314
10.b 170 444 75480 18870

Ávaxta- og grænmetisáskrift er 832 kr. á mánuði.

Reynsla undanfarinna ára sýnir að nánast allir nemendur borða í mötuneytinu og eru í ávaxtaáskrift. Þess vegna biðjum við þá sem ekki ætla að hafa börn sín í mat mötuneytinu eða í ávaxtaáskrift að tilkynna það til ritara í síma 464-8100 eða á netfangið nanna@krummi.is fyrir 17. ágúst.