Forsíða

Dagur læsis

Föstudaginn 8. september var dagur læsis á Íslandi og lásu þá allir í skólanum á sama tíma. Bæði stórir og smáir lásu í tuttugu mínútur og algjör kyrrð var meðan á lestrinum stóð. Gaman var að sjá fjölbreytni í bókum og lestraraðstæðum. Hér má sjá myndir frá deginum.

12.september 2017|

Útivistardagur

Þriðjudaginn 5. september var göngu- og útivistardagur skólans. Þrjár gönguleiðir voru valdar. Stysta leiðin var frá Hömrum yfir í Kjarnaskóg og gengu nemendur á yngsta stigi þá leið. Nemendur á mið- og unglingastigi gátu valið milli þess að ganga frá Naustaborgum yfir í Kjarnaskóg eða leiðina frá gömlu ruslahaugunum, upp í Fálkafell, að Gamla og […]

7.september 2017|

Skólasetning

Hrafnagilsskóli verður settur þriðjudaginn 22. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu. Nemendur mæta við heimastofu sína og ganga inn í íþróttasal með umsjónarkennara. Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum en mæta einnig á skólasetninguna.

Þeir foreldrar sem […]

21.ágúst 2017|

Metsöfnun á UNICEF-degi

Miðvikudaginn 24. maí síðastliðinn tóku nemendur Hrafnagilsskóla þátt í UNICEF-hreyfingunni í samstarfi við UNICEF á Íslandi. Með því gefst nemendum skólans kostur á að safna fé í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Nemendur safna áheitum og fá ákveðna upphæð fyrir límmiða sem þeir vinna sér inn með því að taka þátt í ýmsum þrautum […]

12.júní 2017|
Load More Posts