20151130_133448_HDR-2Það eru margir ókostir við hrafnagilsskóla en það eru líka margir kostir og ég ætla að segja frá nokkrum kostum og ókostum.

Mér finnst einn mesti ókosturinn vera að íþróttahúsið er beint fyrir ofan unglingastigið. Það er sérstaklega pirrandi þegar við erum í prófi og það er einhver bekkur í íþróttum því þá er stundum eins og loftið sé að hrynja eða eitthvað þannig.

Hjólastólaaðgengið í skólanum er ömurlegt. Þeir sem eru í hjólastól komast einu sinni ekki inn á unglingastig útaf þröskuldinum sem er á milli forstofunnar og gangsins sem er pínu hár og er alveg beint upp. Það er samt ekkert erfitt að fara í matsalinn en ef maður ætlar í smíðastofuna þarf að fara lengri leið en bara að ganga niður stigann og inn. Það þarf að fara upp þar sem matsalurinn er og fara í einhverja lyftu til að komast niður í stofuna.

Hjólastólaaðgengið gæti verið svo miklu betra en það er bara ekki þannig.

Útivistarsvæðið er auðvitað einn kosturinn við skólann. Það er stórt og það eru mörg leiktæki t.d. rólurnar, sandkassinn og gervigrasvöllurinn. Rólurnar eru alveg vinsælar á vorin og sumrin þó að það sé ekki skóli. Stóra rólan er skemmtileg og getur verið mjög scary ef maður fer mjög hátt.  Sparkvöllurninn er mikið notaður í frímínútum til að fara í fótbolta og stundum skotbolta líka. Þegar ég var í 7. bekk máttu allir vera inná en þá var alltaf 7 bekkur á móti öllum hinum sem flestum yngri krökkunum þoldu ekki.

Í sundlauginni er rennibraut, sundlaug, pottur, vaðlaug og gufubað. Það er mjög gaman að fara í sund hér. Mér finnst að það ætti að vera frítt fyrir 16 ára og yngri en það kostar bara 150 kr. fyrir þann aldur sem er ekkert mikið og árskort 2000 kr. en árskort fyrir fullorðna finnst mér pínu mikið dýrt, það kostar 32.000 kr fyrir einn.

 

Ísabella Sól Tryggvadóttir, 9. bekk