JónSmáriÞegar ég hugsa um hvað má laga í Hrafnagilsskóla þá kemur lítið sem ekkert upp í huga.

Ég skrifaði ritgerð á sama tíma í fyrra um skólann og þá nefndi ég þar afar lítið sem mátti laga. Þó nefndi ég að við þyrftum að fá meiri tíma til að græja okkur eftir íþróttir og meira val. Mér finnst mikið hafa lagast eftir að ég skrifaði þetta sem er hið besta mál.

Það sem mér finnst þó að mætti laga er að það þyrfti bjöllu eða eitthvað í mötuneytið sem lætur okkur vita þegar það er komin kennslustund. Ég veit að skólaliðarnir láta okkur vita að það sé kominn tími en mér finnst að það ætti frekar að vera bjalla eða eitthvað álíka. Það er frekar leiðinlegt að koma seint í tíma.

Annað sem mér þykir vera risastórt vandamál. Það er að börn og starfsfólk sitja of mikið í skólum. Það er ekki hollt að sitja mikið og það geta komið upp margs konar heilsukvillar af kyrrsetunni. Eitt sem gæti hugsanlega lagað þetta eru standar fyrir bækur. Það er góð lausn og það fær börn til að sitja réttar. Það eina sem í raun mundi fjarlægja þetta vandamál alveg væru stillanleg borð sem margt starfsfólk notar eins og t.d. Björk aðstoðarskólastjóri. Ég viðurkenni það þó að það yrði líklega of mikið vesen að láta hvern einasta nemanda í skólanum fá slík borð en bókastandar er eitthvað sem ég myndi kunna að meta.

Mér finnst líka að það ættu að vera fleiri íþróttatímar. Mér finnst íþróttir mjög skemmtilegar og það hafa allir gott af því að fá meiri hreyfingu. Það hefur líka áhrif á skap barnanna. Ég tók mikið eftir því að í 9.bekk voru íþróttir á mánudögum í fyrsta tíma. Eftir tímann voru allir svakalega hressir. Á þriðjudögum voru allir dauðþreyttir í fyrstu tímunum. Ég myndi því segja að það hefur ekki aðeins góð áhrif á líkamann heldur hefur það einnig góð áhrif á skapið og nám.

Eins og þið sjáið þá eru þau atriði sem ég nefni í þessari ritun smávægileg miðað við að ég er að tala um heilan grunnskóla og ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að ég er mjög ánægður með skólann. En jafnvel með framúrskarandi skóla þá geta þeir alltaf bætt sig.

 

Jón Smári Hansson
10. bekk