BirtaRúnMér finnst mjög mikilvægt að allir skólar hafi góða aðstöðu. Góð aðstaða er t.d. það að hafa sundlaug nálægt skólanum, gott mötuneyti, flott og vel búið íþróttahús, notalegt bókasafn, gott aðgengi og svo margt fleira. Við í Hrafnagilsskóla höfum flest allt af þessu en það sem helst mætti kannski bæta er aðgengi fyrir fólk sem er í hjólastólum.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig það er að vera í hjólastól. Geta aldrei staðið upp og gengið af stað, þurfa nánast alltaf að taka lyftur, geta ekki stundað allar íþróttir og margt fleira. Hvað þá að reyna að komast um allt. Aðgengi fyrir hjólastóla í Hrafnagilsskóla er ekki svo gott alls staðar. Bara það að reyna að komast niður þar sem  unglingastigið er, getur verið mjög erfitt. Ef þú myndir t.d. ætla að fara inn hjá sundlauginni þá yrði það mjög mikið vesen að komast niður stigann. Ef þú myndir reyna að fara inn austan megin við skólann þá myndir þú þurfa að fara malarveg nánast alla leið að anddyrinu og það er klárlega mjög erfitt. Einnig  það að reyna að komast niður í heimilisfræðistofuna eða smíðastofuna og aftur upp yrði nánast ómögulegt. Það er margt sem má bæta varðandi þetta.

Nú er ég búin að koma með nokkur dæmi um hvað mætti bæta og þá er að koma með lausnir. Til þess að það verði auðveldara fyrir fólk í hjólastól að komast inn hjá unglingastigi væri t.d. hægt að malbika malarveginn að anddyrinu austan megin. Til þess að auðvelda aðgang að smíðastofunni væri hægt setja hjólastólaramp niður að henni.

Það er samt margt sem er líka mjög gott í sambandi við aðgengið í Hrafnagilsskóla. Það er rampur upp að mötuneytinu fyrir hjólastóla sem dæmi, einnig er samskonar rampur við innganginn hjá  sundlauginni og að miðstigi og yngsta stigi. Það eru frekar breiðir gangar nánast alls staðar í skólanum sem hentar vel fyrir fólk í hjólastól.

Það að hafa gott aðgengi fyrir hjólastóla er mjög mikilvægt fyrir fólkið sem þarf að nota þá. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að vera fastur við stólinn allan daginn og hvað þá að reyna að komast um allt. Ég dáist að því fólki sem getur það. Það er margt mjög gott sem við erum að gera í Hrafnagilsskóla varðandi aðgengið en það er einnig margt sem má bæta.

Birta Rún Randversdóttir
8. bekkur