Aðfaranótt sunnudags var framið morð í Eyjafjarðarsveit á Jóni Gíslasyni. Sigmundur Gíslason

bróðir hans er stórlega grunaður um verknaðinn og situr í varðhaldi. Ef Sigurður verður dæmdur sekur mun hann þurfa að vera í fangelsi í 16 ár. Jón var með skotsár á höfði, hann var líka með marga áverka á líkamanum. Hann var með sár á hendinni eftir límband og var fastur við stól þegar komið var að honum.

Byssan sem Jón var skotinn með fannst í ruslatunnu hliðina á Jóni. Það hafa fundist fingraför af Sigmundi á byssunni en hann neitar því að hafa komið nálægt þessu. Sigmundur kom að Jóni látnum klukkan sjö um morguninn þegar hann var að fara í fjós og hringdi þá á lögregluna á Akureyri.

Vitað var að Sigmundur og Jón voru að skemmta sér þessa nótt á barnum Hross í oss sem er í eigu Sigmundar, en álitið var að Sigmundur hafi farið heim snemma þessa nótt. Vitni segja að það Sigmundur og Jón höfðu rifist um hvor þeirra hafi átt betri æsku. Þeir voru báðir búnir að fá sér í glas og fannst mikið áfengi í blóði Sigmundar.

Vitað er að Sigmundur er dæmdur afbrotamaður og hefur margsinnis komið við sögu lögreglunnar. Jón hefur starfað við ýmis störf, má þar nefna kennara, við slökkviliðstörf, lögreglustörf, prestur og síðast en ekki síst bóndi. Hann bjó á bænum Mikligarður en móðir hans bjó þar og var uppalin þar til tólf ára aldurs. Jón var á miðjum aldri og allir sem við höfum talað við segja að hann hafi verið algjört góðmenni. Mikil sorg ríkir í fjölskyldunni hans. Jón skilur eftir sig eiginkonu og 5 börn, 4 uppkominn og einn tveggja ára. Jón átti tvo bræður og einn þeirra hét Sigmundur og það er einmitt sá sami sem myrti hann. Móðir þeirra lést fyrir einu ári síðan og þeir höfðu algjörlega breyst síðan seigir pabbinn, Gísli.