Eyjafjarðarsveit tekur skýra afstöðu gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni. Slík hegðun er ekki liðin á vinnustöðum sveitarfélagsins undir neinum kringumstæðum og getur leitt til áminningar og eftir atvikum starfsmissis. Meðvirkni starfsmanna í slíkum tilvikum er jafnframt óásættanleg.
Markmið aðgerðaáætlunar er að koma í veg fyrir einelti, ofbeldi, kynferðislega og kynbundna áreitni á vinnustöðum sveitarfélagsins og að til staðar sé skýr áætlun um meðferð mála ef slíkt kemur upp.
Stefnu og aðgerðaráætlun Eyjafjarðarsveitar gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri og kynbundinni áreitniVefstjóri2025-04-02T11:12:06+00:00