Kynning á Downs-heilkenni

Katrín Árnadóttir, móðir Ídu – 9 ára stúlku á Akureyri með Downs-heilkenni – ræddi fyrst við yngri nemendur á sal um heilkennið, orsök þess, helstu einkenni og hvernig daglegt líf með Ídu gengur fyrir sig. Nemendur sýndu mikinn áhuga og spurðu fjölmargra spurninga, þó margar þeirra beindust að leikvöllum sem Ída sækir.
„Börn í dag eru [Meira…]
2025-03-26T14:24:27+00:0026.mars 2025|

Skólahreysti vekur mikinn áhuga hjá nemendum

Í vetur hefur verið í boði spennandi valgrein fyrir nemendur á unglingastigi þar sem markmiðið er að undirbúa þau fyrir Skólahreysti. Nemendur hafa æft af miklum metnaði í keppnisgreinum Skólahreystis: Armbeygjum, hreystigripi, dýfum, upphífingum og hreystibraut. Mikil áhersla er lögð á styrktar- og þolæfingar til að byggja upp kraft og bæta frammistöðu. Undirbúningurinn [Meira…]

2025-03-20T11:13:36+00:0020.mars 2025|

Unglingar úr Hyldýpi stóðu sig með prýði á NorðurOrg

Hyldýpi sendi fríðan flokk unglinga á undankeppni Söngkeppni Samfés, NorðurOrg, síðast liðinn föstudag. Var keppnin haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
26 unglingar fóru úr Hyldýpi ásamt tveimur starfsmönnum. Anna Guðlaug Gunnbjörnsdóttir tók þátt í í keppninni fyrir hönd Hyldýpis, komst ekki áfram að þessu sinni en sýndi áræðni og hugrekki þar sem hún söng lagið Vienna [Meira…]
2025-03-19T08:40:58+00:0019.mars 2025|

Mögnuð árshátíð yngsta stigs

Föstudaginn 28. febrúar var haldin árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla í Laugarborg. 

Nemendur sýndu styttri útgáfu af leikritinu „Sagan af bláa hnettinum“, sem fjallar um hálfgerð villibörn sem búa á bláum hnetti lengst úti í geimnum og ævintýri þeirra. Börnin stóðu sig frábærlega í hlutverkum sínum og sýndu mikla leikgleði og [Meira…]

2025-03-10T08:39:37+00:0010.mars 2025|
Go to Top