Páskabingó

Páskabingó verður haldið í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit fimmtudaginn 10. apríl milli klukkan 18 og 20. Eitt bingóspjald kostar 1.000 krónur en þrjú spjöld kosta 2.500 krónur. Sjoppa verður opin á staðnum þar sem hægt verður að kaupa veitingar.

Allur ágóði af viðburðinum rennur í ferðasjóð 10. bekkjar í Hrafnagilsskóla. Skipuleggjendur hvetja sem flesta til að mæta [Meira…]

2025-04-09T14:50:34+00:009.apríl 2025|

Hreyfiþjálfun í Hrafnagilsskóla

Nemendur í 1. bekk í Hrafnagilsskóla taka þátt í hreyfiþjálfun með iðjuþjálfa einu sinni í viku, þar eru bæði fín- og grófhreyfingar þjálfaðar með fjölbreyttum æfingum. Áherslan í tímum er að styrkja jafnvægi, samhæfingu, víxlun og krossun yfir miðlínu líkamans en þessar æfingar hafa m.a. jákvæð áhrif á bóklegt nám.

Nemendurnir taka [Meira…]

2025-04-07T13:39:59+00:007.apríl 2025|

Lausar stöður í Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Hrafnagilsskóli hefur sýn sem byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal einkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er [Meira…]

2025-04-08T15:43:20+00:001.apríl 2025|

Danssýning

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 3. apríl kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara.

Öll eru hjartanlega velkomin.

2025-03-28T14:43:54+00:0028.mars 2025|

Hafþór og Birgit lásu til sigurs

Stóra upplestarkeppnin hér innanhúss fór fram á bókasafninu í gær, fimmtudag. Að venju voru það nemendur í sjöunda bekk sem tóku þátt og hefur undirbúningur fyrir keppnina staðið síðan í október. Nemendur fengu úthlutaða bókatexta sem þeir lásu auk þess sem þeir völdu ljóð til upplestrar. Öll stóðu þau sig með mikilli prýði og átti [Meira…]

2025-03-28T14:48:25+00:0028.mars 2025|
Go to Top