Dagur íslenskrar tungu

Mánudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 14:45. Nemendur munu flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins en í þetta skiptið er það vatn. Einnig munu nemendur 7. bekkjar minnast Kristínar Sigfúsdóttur og flytja brot af kveðskap [Meira…]

2015-11-12T10:19:20+00:0012.nóvember 2015|

Pistlahöfundar í nemendahópnum

Nemendur unglingastigs fengu allir það verkefni á haustönn að skrifa 3-400 orða pistil um skólann eða skólastarfið. Greinarnar gilda 20% af lokaeinkunn haustannar í íslensku og nemendur hafa lagt sig alla fram við skrifin. Við ætlum að birta greinarnar hér á heimsíðu skólans svo fleiri geti lesið þær notið.

2015-11-12T09:27:46+00:0012.nóvember 2015|

Tónleikar á samverustundum

Alla síðustu viku fluttu nemendur Tónlistarskóla Eyjafjarðarsveitar tónlistaratriði á samverustundum yngsta- og miðstigs. Nemendur stóðu sig mjög vel og viljum við þakka Tónlistarskólanum og kennurunum þar fyrir þetta góða samstarf.

2015-11-11T14:42:08+00:0010.nóvember 2015|

Rýmingaræfing

Í dag var haldin rýmingaræfing en öllum skólum ber að halda slíka æfingu að minnsta kosti einu sinni á ári. Öryggisráð skólans sér um að rýmingaráætlun sé uppfærð og endurskoðuð og að slíkar æfingar séu haldnar. Í öryggisráði skólans sitja Hrund skólastjóri, Davíð húsvörður og Tryggvi íþróttakennari sem er ennfremur öryggistrúnaðarmaður skólans. Æfingin í dag [Meira…]

2015-10-16T15:06:47+00:0016.október 2015|
Go to Top