Lokadagur skólaársins

Föstudaginn 3. júní var síðasti skóladagur nemenda í Hrafnagilsskóla. Þann dag tóku nemendur til í stofum, kepptu við starfsfólk í fótbolta og fóru í alls konar leiki á skólalóðinni. Að lokum var sameiginleg samverustund í Aldísarlundi og grillað á flötinni neðan við skóginn. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var dagurinn afar vel heppnaður [Meira…]

2016-06-08T14:25:05+00:008.júní 2016|

Lestur alla daga

Í vetur starfaði hópur kennara í fagteymi um læsi í Hrafnagilsskóla og er það liður í vinnu við Þjóðarsáttmála um læsi. Afrakstur þeirrar vinnu er meðal annars þrjú myndbönd sem sjá má hér á heimasíðunni. Markmiðið var þríþætt, að segja frá lestrarnámi nemenda í skólanum, benda á hugmyndir fyrir heimilin og að draga saman mikilvægar [Meira…]

2016-06-07T12:04:40+00:007.júní 2016|

Skólaslit

Mánudaginn 6. júní er starfsdagur í skólanum og engin kennsla. Skólaslit eru um kvöldið kl. 20:00 í íþróttasal skólans. Eftir skólaslit er kaffiboð fyrir nemendur 10. bekkjar sem eru að kveðja skólann, foreldra þeirra og starfsfólk skólans.

2016-06-03T14:41:58+00:003.júní 2016|

Þemadagar

Dagana 30. maí – 2. júní voru þemadagar í Hrafnagilsskóla. Þessa daga voru nemendur uppi í Aldísarlundi í blönduðum aldurshópum og tóku þátt í fjölbreyttum verkefnum.
Skipt var í átta stöðvar sem voru: Nornalundur, Tröllalundur, Ljóðalundur, matarstöð, tótemsúla, stígagerð og kortagerð. Gaman er að geta þess að einhverjir af nemendunum náðu að fylgjast með fuglafræðingi merkja [Meira…]

2016-06-06T11:32:19+00:003.júní 2016|
Go to Top