Veiði í Eyjafjarðará

Mánudaginn 26. september mættu nemendur í veiðivali fyrir allar aldir til að hefja veiði í Eyjafjarðará. Veiðidagurinn er eitt af verkefnum annarinnar en undanfarnar vikur hafa nemendur m.a. æft fluguköst í íþróttasalnum til að undirbúa sig. Veiðin hófst niður við ósa árinnar og svo færðu þeir sig smátt og smátt ofar og enduðu á móts [Meira…]

2017-09-29T14:48:48+00:0028.september 2011|

Vetrarfrí

Vakin er athygli á því að vetrarfrí verður í skólanum dagana 3. – 6. október n.k. Kennsla hefst að nýju föstudaginn 7. okt. skv. stundaskrá.

2011-09-21T16:26:52+00:0021.september 2011|

Opið hús

Í tilefni af 40 ára afmæli Hrafnagilsskóla verður opið hús í leik- og grunnskólanum föstudaginn 16. september.

Einnig verður formleg dagskrá í íþróttahúsinu kl. 12.30-13.10 þar sem nemendur sjá um flutning auk þess sem stutt ávörp verða flutt.

Heitt verður á könnunni og allir velkomnir.

2011-09-15T07:37:32+00:0015.september 2011|

Hallur stóð sig vel

Líkt og fram hefur komið komst Hallur Aron Sigurðsson 8. b. í úrslit Nýsköpunarkeppni grunnskólanna sem haldin var í Reykjavík 8. og 9. september s.l. Verkefni hans var eitt af 40 sem valin voru í lokakeppnina en alls bárust um 900 tillögur. Hann sendi inn hugmynd að kökuskera líkt og myndin hér að neðan sýnir. [Meira…]

2017-09-29T14:48:50+00:0014.september 2011|

Framkvæmdum lokið á lóð skólans

Í sumar voru mikla framkvæmdir á skólalóðinni. Leiktæki voru sett upp, gönguleiðir malbikaðar og gengið frá svæði sem liggur að bílastæðinu sunnan skólans. Einnig voru setta merkingar á svæðið.  Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og er allur frágangur til sóma.

 

[Meira…]
2017-09-29T14:48:50+00:0014.september 2011|
Go to Top