Útikennsla
Það er sama hvernig viðrar; alltaf er farið í útkennslu þegar hún er á stundaskránni. Hér má sjá glaða 4. bekkinga undirbúa ferð í Aldísarlund þar sem þau viðuðu að sér efni í verkefni sem vinna á í desember.
Það er sama hvernig viðrar; alltaf er farið í útkennslu þegar hún er á stundaskránni. Hér má sjá glaða 4. bekkinga undirbúa ferð í Aldísarlund þar sem þau viðuðu að sér efni í verkefni sem vinna á í desember.
Undanfarnar vikur hafa nokkrir félagsmenn í Félagi eldri borgara setið námskeið um tölvunotkun hjá Hans R. Snorrasyni kennara skólans. Það er augljóst að áhuginn og snerpan er ekki síðri hjá þeim en hinum sem yngri eru.
[Meira…] |
16. nóvember fékk Hrafnagilsskóli Grænfánann afhentan í 1. sinn og var hann dreginn að húni í upphafi hátíðarhalda skólans í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Nemendur í umhverfisráði skólans komu með fánann í skrúðgöngu suður á skólalóðina þar sem aðrir nemendur, starfsfólk og gestir biðu eftir hópnum. Meðfylgjandi myndir eru af þessari athöfn.
ISLEX sem er íslenskt-norræn orðabók á netinu með íslensku sem grunntungumál og þýðingum á sænsku, norsku og dönsku var opnuð á degi íslenskrar tungu. Uppflettiorð í bókinni eru 50.000.
ISLEX er aðgengileg á síðunni www.islex.hi.is.
Eldri nemendur í kór Hrafnagilsskóla koma fram á hátíð sem haldin verður í Háskólanum á Akureyri kl. 17:00 16. nóvember, sjá nánar á meðfylgjandi auglýsingu.