Mötuneyti Hrafnagilsskóla skólaárið 2024-2025

 

Eyjafjarðarsveit býður nemendum við Hrafnagilsskóla gjaldfrjálsar skólamáltíðir veturinn 2024 – 2025. Eftir sem áður greiða foreldrar og forráðamenn fyrir ávaxtaáskrift barna sinna og er gjaldinu skipt í tvær greiðslur með gjalddögum í október og mars.

Veittur er systkinaafsláttur af áskriftinni, tvö elstu systkinin greiða fullt gjald, þriðja barn greiðir hálft gjald og ekki er greitt fyrir fleiri systkini. 

 

Hækkun frá síðasta skólaári er 6,3 % og gjaldið er 63 kr. pr. dag. 

Heildargjald hvers nemandi á skólaárinu er 11.025 kr. eða 5.512 kr. pr. gjalddaga.

 

Snæbjörn Kristjánsson, matreiðslumaður sér um rekstur mötuneytis en innheimta er í höndum starfsmanna á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

 

Reynsla undanfarinna ára sýnir að langflestir nemendur eru í ávaxtaáskrift og þess vegna biðjum við einungis þá sem ætla ekki að hafa börn sín í ávaxtaáskrift að tilkynna það til ritara í síma 464-8100 eða á netfangið nanna@krummi.is fyrir 19. ágúst.