Í dag mánudaginn 7. október var nemendum 1. – 6. bekkja, ásamt elstu börnum í leikskólanum, boðið á tónleika í Hjartanu. Það voru tónlistarkonurnar, Helena Guðlaug Bjarnadóttir söngkona, Eyrún Unnarsdóttir söngkona og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti sem komu og kynntu fræga gamla tónlist sem fengið hefur [Meira...]
Fimmtudaginn 3. október verða foreldraviðtöl hér í skólanum. Foreldrar hafa fengið viðtalstíma þar sem þeim gefst kostur á að ræða við umsjónarkennara um nám og líðan barna sinna. Sérgreinakennarar verða á staðnum og hvetjum við foreldra til að ræða við þá. Föstudaginn 4. október er starfsdagur [Meira...]
Í síðustu viku var nemendum 5. og 6. bekkjar boðið í heimsókn í menningarhúsið Hof. Heimsóknin var hin skemmtilegasta og fengu krakkarnir kynningu á starfsemi menningarhússins. Gaman að geta þess að nemendum okkar var hrósað fyrir að vera bæði skemmtileg og prúð.
Þriðjudaginn 1. október verða hinir árlegu skólatöskudagar. Lilja Möller iðjuþjálfi fær til sín tvo 3 árs iðjuþjálfanema og munu þeir vigta töskur og vera með fræðslu.
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í þriðja sinn mánudaginn 16. september. Markmið með deginum er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum. Í Hrafnagilsskóla og leikskólanum Krummakoti verður blásið til umhverfisþings af þessu tilefni. Við erum afskaplega stolt af [Meira...]
Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla fyrir skólaárið 2013-2014 verður haldinn í Hrafnagilsskóla þriðjudagskvöldið 1.október kl . 20:30. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum munu frambjóðendur verða kynntir í félagið og öðrum boðið að gefa kost á sér í stjórn. Guðjón H.Hauksson mun halda fyrirlestur um tölvunotkun barna og Hrund Hlöðversdóttir [Meira...]
