Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Fræðsla og umræður frá foreldri til foreldra

10.mars 2023|

Sunnudagskvöldið 12. mars kl. 20.30 stendur Foreldrafélag Hrafnagilsskóla fyrir fræðslu um forvarnir gegn fíkniefnum. Hildur H. Pálsdóttir leiðir fræðsluna og er fyrirlesturinn unninn út frá hennar eigin reynslu sem foreldri og einnig út frá spurningum nemenda. Fyrirlesturinn verður í stofu 7 (á miðstigsgangi).

Skíðaferðin verður miðvikudaginn 8. mars

7.mars 2023|

Skjótt skipast veður í lofti. Eins og allir vita gátum við ekki farið í Hlíðarfjall í morgun eins og áætlað var. Í staðinn förum við í fyrramálið og verður tilhögun alveg eins og hún átti að vera í dag, t.d. leiga á skíðabúnaði, rútur og nesti. [Meira...]

Sprengidagshátíð 2023

21.febrúar 2023|

Sprengidagshátíðin er alltaf einn af skemmtilegustu dögum skólaársins. Eins og alltaf var mikið um dýrðir. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Myndir frá hátíðinni.

Minning

8.febrúar 2023|

Þriðjudaginn 7. febrúar fór útför Sigurðar Aðalgeirssonar, fyrrverandi skólastjóra Hrafnagilsskóla, fram í Akureyrarkirkju. Sigurður var fyrsti skólastjóri skólans frá árinu 1971 og í hartnær þrjátíu ár starfaði hann við skólann ásamt konu sinni Sigurhönnu J. Salómonsdóttur. Hrafnagilsskóli, sem þá var eingöngu unglingaskóli, var vígður við hátíðlega [Meira...]

Árshátíð miðstigs 2023

7.febrúar 2023|

Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 19:00. Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stytta útgáfu af leikritinu Konungi ljónanna sem byggt er á bandarísku teiknimyndinni Lion King. Að loknum [Meira...]

Árshátíð unglingastigs

5.janúar 2023|

Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 13. janúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:00. Skólabílar aka heim að balli loknu. Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum ,,Grease“ og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að [Meira...]

Go to Top