Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Síðasta skólavika fyrir páskafrí

31.mars 2015|

Í síðustu skólaviku fyrir páskafrí var margt skemmtilegt brallað í Hrafnagilsskóla. Danskennslu vetrarins lauk með glæsilegri danssýningu nemenda 1. - 5. bekkjar og þökkum við Elínu Halldórsdóttur fyrir danskennsluna í vetur.                   Á föstudaginn fór fram hin árlega [Meira...]

Danssýning

23.mars 2015|

Úr myndasafni Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-5. bekk í Hrafnagilsskóla og af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjudaginn 24. mars kl. 13:00. Þar sýna nemendur þessara bekkja hvað þeir hafa lært hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Allir hjartanlega velkomnir.

Vinakveðja og sólmyrkvi

20.mars 2015|

Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti var 17. mars. Þar sem við vorum þann dag í skíðaferð var ákveðið að nýta daginn í dag til að sýna samstöðu á táknrænan hátt. Farið var út með alla nemendur og mynduð vinakeðja í kringum skólann. Eftir það var keðjan slitin í [Meira...]

19.mars 2015|

Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 19. mars og hefst kl. 20:00. Boðið verður upp á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna stytta útgáfu af Kardemommubænum eftir Thorbjörn Egner. Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og [Meira...]

Skíðaferð

17.mars 2015|

Í dag var skíða- og útivistarferð Hrafnagilsskóla. Lagt var af stað í Hlíðarfjall um klukkan 8:30. Veður var hið besta og færðin í fjallinu nokkuð góð. Stólalyftan var að vísu biluð og opnaði ekki fyrr en klukkan tólf en börnin létu það ekki á sig fá [Meira...]

Skíða- og útivistarferð í Hlíðarfjall 17. mars

16.mars 2015|

Þriðjudaginn 17. mars förum við í skíðaferð í Hlíðarfjall ef veður leyfir Við förum að morgni og komum til baka að skóla um kl. 14:00. Skólabílar keyra alla, nesti kemur úr mötuneyti og árshátíðarsjóður nemenda greiðir lyftugjöld. Starfsfólk skóla segir byrjendum til. Nemendur geta haft með [Meira...]

Go to Top