Skíðaferð

IMG_5325Í dag var skíða- og útivistarferð Hrafnagilsskóla. Lagt var af stað í Hlíðarfjall um klukkan 8:30. Veður var hið besta og færðin í fjallinu nokkuð góð. Stólalyftan var að vísu biluð og opnaði ekki fyrr en klukkan tólf en börnin létu það ekki á sig fá og skíðuðu í hinum brautunum af miklum eldmóð. Valdi kokkur bakaði dýrindis pizzusnúða og soðiðbrauð og í hádegispásu var hægt að fá sér þessar kræsingar og heitt kakó með.

Hér má sjá myndir frá skíðadeginum.

17.mars 2015|