Þau Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari komu á samverustund í Hrafnagilsskóla og spiluðu Svaninn eftir Camille saint Saens en við höfum einmitt verið að hlusta á það verk á kyrrðarstundum að undanförnu. Ásdís og Daníel höfðu orð á því hvað nemendur skólans væru góðir hlustendur sem kunna bæði [Meira...]
Föstudaginn 14.10. og mánudaginn 17.10. var boðið upp á tæknilegónámskeið í fyrir nemendur í 4.-7. bekk. Jóhann Breiðfjörð, sem m.a. heldur úti heimasíðunni nyskopun.net, kom með 100 kg. af tæknilegói og leyfði krökkunum að byggja allskonar farartæki. Mikil ánægja var með námskeiðið og óhætt að segja [Meira...]
Kennarar við Hrafnagilsskóla hafa kortlagt læsiskennslu vetrarins og eru nú í óða önn að búa til tímaás fyrir þetta skólaár. Litið er á læsi frá mörgum sjónarhornum, til viðbótar við hefðbundinn lestur er m.a. unnið með myndlæsi, tilfinningalæsi, fjölmiðlalæsi og samskiptalæsi. Í vikunni funduðu kennarar og [Meira...]
Kynning frá Heimili og skóla verður fimmtudaginn 20. október kl. 14:10 í stofum 6 og 7. Kynningin er opin öllum, foreldrum og starfsfólki skólans. Þar mun Sólveig Karlsdóttir kynna læsissáttmálann og starf samtakanna. Allir hjartanlega velkomnir.
Þann 28. september fékk Hans Rúnar Snorrason gæðaviðurkenningu eTwinning fyrir verkefnið e-Window sem hann stóð fyrir ásamt nemendum á unglingastigi. Auk Hrafnagilsskóla tóku fjórir skólar þátt í verkefninu og eru þeir í Grikklandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Verkefnið fólst í því að kynna og kynnast einföldum hlutum í umhverfi þátttakenda. Þeir hittust á Skype og í [Meira...]
Þann 12. september fórum við í 2.bekk í skemmtilegan útikennslutíma upp í Aldísarlund. Hadda kennari fór með okkur og kenndi okkur að kveikja bál, búa til lummur og te með Vallhumli í. Við byrjuðum á því að útbúa deigið í skólastofunni. Því næst fórum við upp [Meira...]
