Áður en skóla lýkur á vorin setja nemendur yngsta stigs niður kartöflur. Þegar skóli hefst að nýju á haustin er tímabært að huga að uppskerunni. Þessir duglegu strákar í 4. bekk tóku upp sinn hluta kartöflugarðsins í gær. Uppskeran var 10 kg. af kartöflum sem senn [Meira...]
Hrafnagilsskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu. Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar mæti með börnum sínum. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum en mæta einnig á skólasetninguna. Þeir foreldrar sem ætla að nýta sér pláss í [Meira...]
Miðvikudaginn 25. maí var UNICEF-dagurinn í Hrafnagilsskóla en þann dag leysa nemendur ýmiss konar þrautir á skólalóðinni. Nemendur leituðu til aðstandenda með áheit og samtals söfnuðust 185.988 krónur. Þessi upphæð hefur þegar verið lögð inn á reikning samtakanna. Ef einhver umslög leynast enn heima [Meira...]
Innkaupalistar fyrir skólaárið 2016-2017 Innkaupalisti yngstastigs Innkaupalisti miðstigs Innkaupalisti unglingastigs
Föstudaginn 3. júní var síðasti skóladagur nemenda í Hrafnagilsskóla. Þann dag tóku nemendur til í stofum, kepptu við starfsfólk í fótbolta og fóru í alls konar leiki á skólalóðinni. Að lokum var sameiginleg samverustund í Aldísarlundi og grillað á flötinni neðan við skóginn. Eins og sjá [Meira...]
Í vetur starfaði hópur kennara í fagteymi um læsi í Hrafnagilsskóla og er það liður í vinnu við Þjóðarsáttmála um læsi. Afrakstur þeirrar vinnu er meðal annars þrjú myndbönd sem sjá má hér á heimasíðunni. Markmiðið var þríþætt, að segja frá lestrarnámi nemenda í skólanum, benda [Meira...]