Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Danskennsla

12.janúar 2017|

Eftir áramótin hófst danskennsla hjá nemendum í 1.-5. bekk. Elín Halldórsdóttir danskennari kemur vikulega (í tólf skipti) og kennir nemendum allskonar skemmtilega dansa. Tilgangur danskennslu er margþættur m.a. að læra dansspor, skynja takt, vera óhræddur við snertingu við dansfélaga og læra að sýna öðrum virðingu. Meðfylgjandi [Meira...]

Dagskrá síðustu daga fyrir jól

14.desember 2016|

Nú styttist í jólafrí sem hefst að loknum litlu jólunum um hádegi þriðjudaginn 20. desember. Það hefur ýmislegt skemmtilegt verið brallað þessa síðustu daga fyrir jólafrí. Meðal fastra liða eru kakóferðir í Aldísarlund, jólaföndur, tómstundadagur á miðstigi og bæjarferð á unglingastigi. Undanfarin ár hafa fleiri og [Meira...]

Hrafnagilsskóli hlýtur styrk úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

9.desember 2016|

Þann 1. desember hlaut Hrafnagilsskóli styrk til kaupa á einu Lego Mindstorm vélmenni úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Vélmennið er notað í svokölluðu Legovali þar sem nemendur unglingastigs hanna vélmenni, forrita það og leysa með því ýmsar þrautir. Við þökkum KEA kærlega fyrir stuðninginn.

Danssýning

24.nóvember 2016|

Við erum svo lánssöm að nemendur Hrafnagilsskóla fá dansþjálfun í öllum bekkjum. Á haustönn eru það nemendur 6. - 10. bekkjar sem sækja danskennslu hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara og á vorönn taka nemendur 1. - 5. bekkjar við. Þriðjudaginn 22. nóvember var haldin danssýning í íþróttasal [Meira...]

Þemadagar í Hrafnagilsskóla

18.nóvember 2016|

  Í nóvember ár hvert eru þemadagar í Hrafnagilsskóla og lýkur þeim með hátíð á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Í ár var unnið með þemað fjölmenning. Nemendur unnu í aldursblönduðum hópum innan hvers stigs og verkefnin voru fjölbreytt. Nemendur á yngsta stigi fjölluðu um [Meira...]

Danssýning

18.nóvember 2016|

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 6.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans þriðjudaginn 22. nóvember milli kl. 13:15 og 14:00. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elín Halldórsdóttur danskennara. Allir hjartanlega velkomnir.

Go to Top