Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Sprengidagshátíð 2019

5.mars 2019|

Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.

Akstur skólabíla raskast vegna veðurs

26.febrúar 2019|

Sökum hvassviðris raskast akstur skólabíla í dag þriðjudaginn 26. febrúar. Leið 1 og 2 halda sinni áætlun en leiðir 3, 4 og 5 keyra ekki af stað. Við biðjum þá foreldra og forráðamenn sem eiga börn sem taka þessa skólabíla að meta hvort þeir koma börnunum [Meira...]

Árshátíð miðstigs 2019

6.febrúar 2019|

Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 14. febrúar kl. 19:30. Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stytta útgáfu af leikritinu um Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren. Að loknum skemmtiatriðum verður [Meira...]

Árshátíð unglingastigs

15.janúar 2019|

Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 18. janúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Ekið er heim að balli loknu. Árshátíðin hefst á tveimur tónlistaratriðum og að þeim loknum sýna nemendur í 8., 9. og 10. bekk stytta útgáfu af Shrek [Meira...]

Jólakveðja

20.desember 2018|

Við óskum nemendum okkar, foreldrum / forráðamönnum og sveitungum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hjartans þakkir fyrir árið sem er að líða. Skóli hefst að nýju fimmtudaginn 3. janúar klukkan 8:15. Jólakveðjur, starfsfólk Hrafnagilsskóla.

Danssýning í Hrafnagilsskóla

26.nóvember 2018|

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 5.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans föstudaginn 30. nóvember kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Þennan dag verður sparifatadagur hjá öllum nemendum skólans í tilefni af [Meira...]

Go to Top