Hrafnagilsskóli stendur fyrir alþjóðlegum þriggja daga fjarmenntabúðum ásamt grunnskólum frá Þýskalandi og Finnlandi og háskóla í Eistlandi. Menntabúðirnar eru liður í Erasmusverkefni sem Hrafnagilsskóli hefur verið aðili að síðastliðin þrjú ár. Markmið verkefnisins er að finna leiðir til að uppfylla markmið náms með hjálp tækni og [Meira...]
Undanfarin ár hefur stúlkum á unglingastigi verið boðið á viðburð sem nefnist Stelpur og tækni og er á vegum Háskólans í Reykjavík, SKÝ og Samtaka atvinnulífsins. Markmiðið með verkefninu er að vekja áhuga stúlkna á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir [Meira...]
Ný reglugerð varðandi grunnskólastarf var send á skólastjórnendur í síðustu viku.Það er ánægjulegt að við getum haldið skólastarfinu áfram á svipuðum nótum og fyrir páska og þurfum ekki að breyta stundaskrá né loka á milli stiga. Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 6. apríl eftir stundaskrá. Skólabílar [Meira...]
Fljótt skipast veður í lofti og eins og þið eflaust öll vitið kom fram á ríkisstjórnarfundi um aðgerðir vegna Covid-19 að staðarnám á öllum skólastigum sé óheimilt frá og með miðnætti í kvöld til 1. apríl. Leikskólastig er undanþegið þessari reglugerð.Því verður enginn skóli 25. og [Meira...]
Foreldrafélög Hrafnagilsskóla og leikskólans Krummakots afhentu skólunum glæsilega gjöf á dögunum til útikennslu í Aldísarlundi. Það er færanleg útieldunarstöð. Henni fylgir ketill, panna, grind og lummupanna. Gjöfin mun nýtast nemendum beggja skóla vel og bæta aðstöðu til útikennslu til muna.Takk fyrir góða gjöf.
Föstudaginn 19. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda á yngsta stigi. Nemendur, með aðstoð kennara, setja upp sýningu um Gullgæsina en ævintýrið um hana kemur úr safni Grimmsbræðra. Vegna samkomutakmarkana er ekki hægt að halda árshátíð með hefðbundnum hætti og verður sýningin því tekin upp með [Meira...]
