Frá og með morgundeginum 17. mars, skiptum við nemenda- og starfsmannahópnum í þrennt. Hver hópur verður í sem minnstu samneyti við hina hópana og förum við þar að tilmælum landlæknis og almannavarna. Hugmyndin á bak við þessa skiptingu er bæði sú að hægja á smiti eins [Meira...]
Skólabílar keyra ekki af stað í dag vegna ófærðar. Hrafnagilskóli verður opinn og tekið á móti þeim nemendum sem geta mætt. Kveðja, skólastjórnendur.
Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.
Sprengidagshátíð verður haldin í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 25. febrúar 2020 frá kl. 13:20-15:45. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni. Sjoppan verður opin og nemendur í 10. bekk selja þar pítsur, popp, sælgæti og svala. Dæmi um verð í sjoppunni; pítsusneið 350 kr. popp-poki 250 kr. gos [Meira...]
Þriðjudaginn 3. mars ráðgerum við að fara í skíðaferð í Hlíðarfjall. Þessi dagsetning er háð því að veður verði skaplegt. Þeir nemendur sem ætla að leigja skíði eða bretti í skíðaleigunni í Hlíðarfjalli verða að panta búnaðinn fyrirfram, þá verður mun fljótlegra að fá skíðin/brettin afgreidd [Meira...]
Almannavarnir ríkisins hafa gefið út appelsínugula viðvörun fyrir morgundaginn þar sem útlit er fyrir mjög slæmt veður um allt land. Með tilliti til þess hefur sú ákvörðun verið tekin að fella allt skólahald niður föstudaginn 14. febrúar. Mögulegt er að óveðrið verði ekki skollið á snemma [Meira...]