Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Skólasetning mánudaginn 22. ágúst kl. 13:00.

17.ágúst 2022|

Mánudaginn 22. ágúst hefst nýtt skólaár með skólasetningu í íþróttahúsi kl. 13:00. Foreldrar eða forráðamenn mæta með barni sínu. Nemendur fara að sínum heimastofum og ganga með umsjónarkennara inn í salinn en foreldrar og forráðamenn sitja uppi í stúku.Eftir athöfnina ganga umsjónarkennarar með hópana sína í [Meira...]

Út í sumarið

20.júní 2022|

Skrifstofa Hrafnagilsskóla verður lokuð frá 20. júní - 2. ágúst. Skólasetning verður í íþróttasalnum 22. ágúst klukkan 13:00.Við óskum ykkur gleði og góðs sumarfrís.Skólastjórnendur. Við óskum útskriftarnemendum okkar, vorið 2022, góðs gengis í þeim verkefnum sem þeir taka sér fyrir hendur. Bjarta framtíð og takk [Meira...]

Skólalok vor 2022

31.maí 2022|

Síðasta skóladag nemenda, miðvikudaginn 1. júní, verður sameiginleg samverustund í Aldísarlundi kl. 11:30. Við endum á því að grilla hamborgara og borða í lundinum áður en skóladegi lýkur kl. 13:00. Athugið að þennan dag keyra skólabílar fyrr heim en frístund er opin fyrir þá sem þar [Meira...]

Danssýning

4.maí 2022|

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 5. maí kl. 13:20. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla

25.apríl 2022|

Dagana 2. – 6. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, bæði þeirra sem eiga að hefja nám í 1. bekk í haust og einnig eldri nemenda. Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100.

Vinnustundir á unglingastigi

6.apríl 2022|

Nemendur á unglingastigi voru að ljúka við þriggja vikna stöðvavinnu þar sem allir fóru til Palla í sundleiki og sprell, til Ásu í teygjur og slökun og síðast en ekki síst til Óðins til að kryfja fiska og fræðast um fiskveiðar og fisktegundir í kringum Ísland. [Meira...]

Go to Top