Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Rebekka og Soffía verða fulltrúar skólans í Upplestrarkeppninni

3.mars 2011|

Miðvikudaginn 3. mars fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar hér í skólanum. Allir nemendur 7. bekkjar tóku þátt og hófst undirbúningur með formlegum hætti á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember 2010. Rebekka Garðarsdóttir og Soffía Stephensen urðu fyrir valinu að þessu sinni sem fulltrúar skólans í [Meira...]

Skíðaferð frestað um hálfan mánuð

25.febrúar 2011|

Ákveðið hefur verið að fresta skíðaferðinni um hálfan mánuð. Það er gert vegna þess hve erfitt er að fá leigðan skíðaútbúnað og bretti í næstu viku vegna mikils fjölda ferðamanna sem búinn var að panta megnið af búnaðinum.

Urðu í 2. sæti í Söngkeppni MA

24.febrúar 2011|

Fyrrverandi nemendur Hrafnagilsskóla voru áberandi á Söngkeppni MA sem fram fór 24. febrúar. Þau Ivalu Birna Falck Pedersen, Nanna Lind Stefánsdóttir, Bjarni Karlsson, Ingvar Heiðmann Birgisson (öll fædd 1994) og Þorvaldur Schiöth urðu í 2. sæti ásamt því að vera með vinsælasta lagið að mati áheyrenda. [Meira...]

Skíða- og útivistardagur

24.febrúar 2011|

Í næstu viku er áætlað að fara í Hlíðarfjall. Lagt verður af stað að morgni frá skóla þegar búið er að taka manntal og farið úr fjallinu kl. 13:30 þannig að heimkoma verður á svipuðum tíma og venjulega á þriðjudögum. Við stefnum á að fara á [Meira...]

Dagur Tónlistarskólanna

23.febrúar 2011|

Laugardaginn 26. febrúar n.k. er Dagur Tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur um land allt.  Tónlistarskóli Eyjafjarðar mun af því tilefni halda tónleika í Laugarborg og hefjast þeir kl. 14:00.  Að tónleikunum loknum er öllum gestum boðið í opið hús í húsnæði Tónlistarskólans þar sem boðið verður upp á [Meira...]

Kóramót

16.febrúar 2011|

Kór Hrafnagilsskóla , Kór Þelamerkurskóla  og Barnakórar Akureyrarkirkju voru með kóramót laugardaginn 12. febrúar í Akureyrarkirkju um 120 börn. Æfð voru sjö lög frá 10 – 13:30.  Kórarnir fluttu síðan lögin fyrir gesti . Mótið var vel sótt og mikið sungið og stóðu kórarnir sig allir [Meira...]

Go to Top