Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Kóræfingar hefjast

24.ágúst 2011|

Kór Hrafnagilsskóla samanstendur af skemmtilegum krökkum, stelpum og strákum, frá 2. og upp í 7. bekk. Æfingar eru á fimmtudögum frá kl. 13:30-14:10. Það eru mörg skemmtileg verkefni framundan, lítil og vonandi líka stór. Þeir nemendur sem þurfa að taka skólabíl heim geta tekið hann kl. [Meira...]

Framkvæmdir ganga vel

1.júlí 2011|

Framkvæmdir á skólalóð ganga vel og eru verklok ráðgerð um miðjan júlí. Verið er að malbika göngustíg sem liggur frá þjóðvegi niður að skóla og einnig bílastæði við Félagsborg. Þrjú leiktæki verða síðan sett upp á flötinni sunnan og austan við skólann.  

Tónleikar á sundlaugarbakkanum

8.júní 2011|

Lúðrasveit Mosfellsbæjar hélt í gær skemmtilega tónleika á bakka sundlaugar Eyjafjarðarsveitar. Sundlaugargestir áttu góða stund í lauginni og höfðu mikla ánægju af.  

Sindri 2. b. og Járnbrá 1. b. fengu verðlaun

6.júní 2011|

Ljóðasamkeppni Norðurorku fór fram í lok maí og var yrkisefnið vatn. Um níuhundruð ljóð bárust frá nemendum fimmtán grunnskóla á starfssvæði Norðurorku.  Dómnefndin valdi þrjú ljóð í hverjum flokki til fyrstu, annarra og þriðju verðlauna en veitti auk þess auka verðlaun fyrir nokkur ljóð til viðbótar. [Meira...]

Framkvæmdir á skólalóð hafnar

6.júní 2011|

Hafnar eru framkvæmdir við nýtt leiksvæði á skólalóð Hrafnagilsskóla. Áætlað er að þeim ljúki um miðjan júlí en hér fylgja myndir af fyrstu skóflustungunum í morgun.    

Go to Top