• Published On: 18.maí 2025

    Fyrrum nemendur Hrafnagilsskóla, útskriftarárgangur 1995, komu í heimsókn í skólann í dag. Tilefnið var 30 ára útskriftarafmæli þeirra. Ólöf Ása skólastjóri veitti þeim leiðsögn um skólann. Margar minningar voru rifjaðar upp bæði skemmtilegar stundir í kennslustofum og ýmis prakkarastrik og laumureykingar sem nemendur létu sér detta í hug á sínum tíma. Heimsóknin var ánægjuleg fyrir [Meira...]

Categories
    Featured posts
    Editor’s pick
    • Í vetur hefur verið í boði spennandi valgrein fyrir nemendur á unglingastigi þar sem markmiðið er að undirbúa þau fyrir Skólahreysti. Nemendur hafa æft af miklum metnaði í keppnisgreinum Skólahreystis: Armbeygjum, hreystigripi, dýfum, upphífingum og hreystibraut. Mikil áhersla er lögð á styrktar- og þolæfingar til að byggja upp kraft og bæta frammistöðu. Undirbúningurinn hefur gengið [Meira...]

    • Hyldýpi sendi fríðan flokk unglinga á undankeppni Söngkeppni Samfés, NorðurOrg, síðast liðinn föstudag. Var keppnin haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. 26 unglingar fóru úr Hyldýpi ásamt tveimur starfsmönnum. Anna Guðlaug Gunnbjörnsdóttir tók þátt í í keppninni fyrir hönd Hyldýpis, komst ekki áfram að þessu sinni en sýndi áræðni og hugrekki þar sem hún söng lagið [Meira...]

    • Eins og fram kemur á skóladagatalinu stóð til að skíðaferðin okkar í Hlíðarfjall yrði þriðjudaginn 18. mars. Þar sem veður og snjóskortur setja strik í reikninginn ætlum við að færa ferðina fram til fimmtudagsins 13. mars og vonumst til þess að geta átt góðan dag í Fjallinu þá. Við vitum að aðdragandinn er stuttur en [Meira...]

    • Föstudaginn 28. febrúar var haldin árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla í Laugarborg.  Nemendur sýndu styttri útgáfu af leikritinu „Sagan af bláa hnettinum", sem fjallar um hálfgerð villibörn sem búa á bláum hnetti lengst úti í geimnum og ævintýri þeirra. Börnin stóðu sig frábærlega í hlutverkum sínum og sýndu mikla leikgleði og kraftmikinn söng. Að leikritinu loknu [Meira...]