• Published On: 3.maí 2024

    Nýráðinn skólastjóri Hrafnagilsskóla er Ólöf Ása Benediktsdóttir og tekur hún við á nýju skólaári. Við óskum henni hjartanlega til hamingju. https://www.esveit.is/is/frettir/olof-asa-benediktsdottir-radin-skolastjori-hrafnagilsskola

Categories
    Featured posts
    Editor's pick
    • Dagana 7. og 8. september fóru nemendur 6. og 7. bekkja í siglingu á skipinu Húna. Í þessum vettvangsferðum fengu nemendur að kynnast sjávarútveginum og fræðast um lífríkið í sjó. Ferðinar gengu í alla staði ljómandi vel og höfðu nemendur bæði gagn og gaman af eins og meðfylgjandi myndir sýna. [Meira…]

    • Fimmtudaginn 1. september var útivistardagur í Hrafnagilsskóla en sú hefð hefur skapast að allir nemendur fari í gönguferðir á útivistardegi að hausti. Nemendur á yngsta stigi gengu meðfram Reykánni til fjalls, tíndu ber, borðuðu nesti og nutu útiverunnar. Nemendur í 5.-10. bekk gátu valið um tvær leiðir, annars vegar að ganga upp að Dældarsteini sem er [Meira...]

    • Stundaskrárnar eru komnar á netið.  Hægt er að nálgast þær hér.

    • Áður en skóla lýkur á vorin setja nemendur yngsta stigs niður kartöflur. Þegar skóli hefst að nýju á haustin er tímabært að huga að uppskerunni. Þessir duglegu strákar í 4. bekk tóku upp sinn hluta kartöflugarðsins í gær. Uppskeran var 10 kg. af kartöflum sem senn verða eldaðar í heimilisfræðitíma og þá fá þeir að [Meira...]