Haustið 1971 hófst skólahald í Hrafnagilsskóla en skólinn var heimavistarskóli fyrir fjögur sveitarfélög; Svalbarðsstrandarhrepp, Öngulsstaðahrepp, Saurbæjarhrepp og Hrafnagilshrepp. Fyrsta skólaárið stunduðu 64 nemendur nám við skólann og fór kennslan fram á heimavist skólans. Ári seinna fluttist kennsla í nýtt kennsluhúsnæði og skólinn var formlega vígður 3. desember árið 1972. Árið 1992 var allt skólahald sameinað [Meira...]
Categories
Featured posts
maí 23, 2025
maí 22, 2025
maí 18, 2025
Editor’s pick
Alþjóðlegi Skólamjólkurdagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim í lok september ár hvert en líkt og áður er það stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO (Food and Agriculture Organization), sem hvetur til hátíðarhalda á þessum degi sem jafnframt markar upphaf hinnar árlegu teiknisamkeppni MS sem 4. bekkingar taka þátt í. Nemendur frá Hrafnagilsskóla senda ár hvert inn [Meira...]
Síðastliðinn sunnudag var skemmtilegt innslag í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV þar sem fylgst var með heimsókn nemenda í 7. bekk til Guðnýjar og Kalla á Öngulsstöðum. Heimsóknin var í síðustu viku og er skemmtileg hefð sem hefur skapast en undanfarin níu ár hafa Guðný og Kalli boðið nemendum að vera heilan dag að fylgjast með [Meira...]
Nemendur 5. bekkjar Hrafnagilsskóla heimsóttu vinabekk sinn í Glerárskóla í dag. Heimsóknin er liður í vinabekkjarsamstarfi skólanna sem hófst á síðasta ári þegar nemendur Glerárskóla komu í heimsókn til okkar. Nemendur Glerárskóla kynntu umhverfi skólans fyrir gestum sínum. Svo tóku við skemmtilegar íþróttir, frímínútur og sameiginlegur hádegisverður. Eftir vel heppnaðan skóladag var farið í Kvenfélagslundinn [Meira...]
Hrafnagilsskóli var í gær gestgjafi Lokahátíðar Stóru upplestrarkeppninnar en hún er fyrir nemendur í 7. bekk. Að þessu sinni tóku fimm skólar þátt: Dalvíkurskóli, Grenivíkurskóli, Grunnskóli Fjallabyggðar, Hrafnagilsskóli og Þelamerkurskóli og voru tveir keppendur frá hverjum skóla. Það var hinn efnilegi Ari Logi Bjarnason úr Grenivíkurskóla sem bar sigur úr býtum. Fyrir hönd Hrafnagilsskóla kepptu [Meira...]