Tryggvi íþróttakennari við Hrafnagilsskóla hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi beitingu námsmats í skólaíþróttum þann 28. maí síðastliðinn. Viðurkenningin er veitt af Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem vill með henni varpa ljósi á áhrifaríkar og hvetjandi aðferðir við kennslu í skólaíþróttum. Í ár var óskað eftir umsóknum og tilnefningum sem lýsa framúrskarandi notkun námsmats og voru íþróttakennarar [Meira...]
Categories
Featured posts
Editor’s pick
Síðastliðinn sunnudag var skemmtilegt innslag í sjónvarpsþættinum Landanum á RÚV þar sem fylgst var með heimsókn nemenda í 7. bekk til Guðnýjar og Kalla á Öngulsstöðum. Heimsóknin var í síðustu viku og er skemmtileg hefð sem hefur skapast en undanfarin níu ár hafa Guðný og Kalli boðið nemendum að vera heilan dag að fylgjast með [Meira...]
Nemendur 5. bekkjar Hrafnagilsskóla heimsóttu vinabekk sinn í Glerárskóla í dag. Heimsóknin er liður í vinabekkjarsamstarfi skólanna sem hófst á síðasta ári þegar nemendur Glerárskóla komu í heimsókn til okkar. Nemendur Glerárskóla kynntu umhverfi skólans fyrir gestum sínum. Svo tóku við skemmtilegar íþróttir, frímínútur og sameiginlegur hádegisverður. Eftir vel heppnaðan skóladag var farið í Kvenfélagslundinn [Meira...]
Hrafnagilsskóli var í gær gestgjafi Lokahátíðar Stóru upplestrarkeppninnar en hún er fyrir nemendur í 7. bekk. Að þessu sinni tóku fimm skólar þátt: Dalvíkurskóli, Grenivíkurskóli, Grunnskóli Fjallabyggðar, Hrafnagilsskóli og Þelamerkurskóli og voru tveir keppendur frá hverjum skóla. Það var hinn efnilegi Ari Logi Bjarnason úr Grenivíkurskóla sem bar sigur úr býtum. Fyrir hönd Hrafnagilsskóla kepptu [Meira...]
Litla upplestrarkeppnin hefur verið haldin í 15 ár á Íslandi en Hrafnagilsskóli tók í fyrsta skipti þátt í ár og nemendur í 4. bekk eru því frumkvöðlar. Markmið keppninnar er að bæta árangur í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu og lögð er áhersla á virðingu og vandvirkni í samvinnu við foreldra. Keppnin er undanfari Stóru [Meira...]